Svaðilför í berjamó

24 Svo opnast dyr inn í brekkuna. Ævar opnar betur og kíkir hikandi inn. Þarna er svartamyrkur. Forvitnin rekur hann áfram og hann gengur inn. Augun venjast smám saman myrkrinu og hann sér að hann er staddur í stórum helli. Lengra inni í hellinum er svolítil ljósskíma. Hann fikrar sig þangað. Þá sér hann tvo menn. Hann sér líka fullt af kössum og margar, margar flöskur og brúsa! Ævar verður hræddur. Þetta lítur ekki vel út. Hann snýst á hæli og hraðar sér aftur að dyrunum. Hratt fótatak nálgast hann innan úr hellinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=