Svaðilför í berjamó

23 Það er hart viðkomu. Ævar tekur utan um hlutinn og reynir að toga hann út úr gróðrinum. Hann er alveg blýfastur. Ævar þuklar betur á hlutnum. Þetta er eins og hurðarhúnn í laginu. En furðulegur staður fyrir hurðarhún. En þar sem er hurðarhúnn þar er líka oftast hurð. Ævar rífur lyngið frá. Svei mér þá! Það er hurð hérna í miðri brekkunni. Ævar er borgarbarn og ekkert vel kunnugur í sveitum landsins. Kannski eru svona hurðir í brekkum úti um allt. En til hvers eru þær þá? Hann ýtir húninum niður á við. Það heyrist smellur og síðan pínulítið ískur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=