22 En það er enginn spegill í berjamó. Eða hvað? Bíddu við! Hvað er nú þarna? Ævar sér glampa á eitthvað djúpt inni í gróðrinum í brekkunni. Hvað í ósköpunum getur það verið? Þetta er brött brekka. Hún er næstum eins og veggur. Ævar hikar en stingur svo hendinni inn í bláberjalyngið og snertir það sem glampar þar á. Hann vill vita hvað þetta getur verið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=