21 GLAMPI Nú gengur Ævari svo sannarlega vel að tína ber. Það hækkar fljótt í fötunni hjá honum. Ótrúlega góður staður sem hann fann. Fullt af safaríkum, bústnum berjum. Og svo eru þau gómsæt. Hann tínir ekki bara í fötuna heldur líka upp í sig. En hann hefur ekki hugmynd um hvernig hann er orðinn útlits. Ef hann liti í spegil núna sæi hann að bæði varir, tunga og tennur eru orðin hressilega berjablá. Bláminn nær út á kinnarnar og meira að segja er ein klessa á nefinu!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=