20 – Þarna munaði mjóu, elsku litli bangsinn minn! Þú hefðir getað lent alla leið út í ánni og farið í stóra fossinn! Þá hefðirðu nú ekki þurft að kemba hærurnar! Ási hefur oft heyrt afa sinn segja þetta með hærurnar. Hann veit nú ekki alveg nákvæmlega hvað það þýðir. En það hljómar að minnsta kosti vel! Þegar Ási hefur kreist mesta vatnið úr bangsa fer hann að líta í kringum sig. Hvar eru hinir krakkarnir? Nú er hann kominn langt í burtu frá þeim! Hann sér hvorki grilla í Unu né Ævar. Ohh, hvað þessir unglingar geta verið erfiðir! Ási er dauðuppgefinn og hlammar sér ofan í mosavaxna laut við lækinn. Best að hvíla sig ofurlitla stund áður en hann leggur aftur af stað upp brekkuna í leit að krökkunum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=