17 Ási rekur ennið í einn stein og hnéð í annan áður en hann kemst á fætur aftur. Það kemur gat á buxurnar og líka á sjálft hnéð. Hann logsvíður og það glittir í rautt gegnum gatið. Þegar hann þuklar á enninu á sér kemur blóð á fingurna. Hann er líka með sprungna vör. En Ási harkar af sér. Það þarf að bjarga bangsa! Hann sýgur upp í nefið og þurrkar eitt lítið tár af vanganum. Svo tekur hann á sprett niður með læknum. Æ, æ!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=