Svaðilför í berjamó

15 Ævar heyrir ekki bofs. Hann þokast auk þess stöðugt lengra og lengra í burtu. Ási fer spölkorn upp með læknum og finnur loks stað þar sem hann getur komist yfir án þess að blotna. Fyrst smellir hann kossi á bangsa sinn og hendir honum svo í berjafötunni yfir lækinn. Fatan flýgur hátt upp í loftið og lendir fagurlega á hinum bakkanum. En á miðri leið losnar bangsi úr fötunni. Ási rekur upp skaðræðisóp þegar hann sér vesalings greyið þeytast upp í loftið, hringsnúast á leiðinni niður aftur og skella svo beint ofan í lækinn. Þar hrifsar straumurinn hann undir eins og þýtur með hann niður hlíðina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=