14 Jú, þetta var rétt. Hérna megin er fullt af æðislegum berjum. Þegar hann hefur tínt nokkra stund sér hann enn þá betri stað aðeins lengra í burtu. Þangað fer hann og tínir og tínir. Með þessu áframhaldi verður hann örugglega fyrstur að fylla sína fötu. Nú kemur Ási loks auga á Ævar og hraðar sér í áttina til hans. En þegar hann kemur að læknum líst honum ekki á blikuna. Hvernig í ósköpunum á hann að komast yfir? Hann er ekki með nærri því eins langar lappir og Ævar. Ási hrópar og kallar en niðurinn í læknum yfirgnæfir rödd hans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=