12 Ási svipast um eftir Ævari. Hann er hvergi sjáanlegur. Hvar getur hann eiginlega verið? Ævar á heima í borginni. Núna er hann í heimsókn hjá þeim systkinunum í sveitinni. En bráðum byrjar skólinn og þá fer hann heim til sín. Ási lætur bangsann aftur ofan í fötuna. Hann skilur Unu eftir í lautinni og fer að leita að Ævari. Hann þarf að vara hann við þessu með kindakúkinn. Það er ekkert víst að þeir sem koma úr borginni þekki í sundur lambaspörð og ber.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=