11 Ási starir vonsvikinn ofan í berjafötuna. Lambaspörð! Á hann að trúa því að hann sé búinn að hanga hér lengst uppi í fjalli hálfan daginn að tína kindaskít í fötu? Kúk! Hann sturtar öllu úr fötunni sinni. Bæði berjum og kúk. Hann nennir þessu ekki lengur. Honum finnst leiðinlegt að tína ber, hann man það núna. Þau eru ekki einu sinni góð á bragðið!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=