Svaðilför í berjamó

10 SPÖRÐ – Ég er búinn að fylla mína! hrópar Ási sigri hrósandi. Hann heldur fötunni sinni hátt á loft. – Nehei, það getur nú ekki verið! segir Una. Hennar fata er ekki nema hálffull enn þá. – Má ég sjá? Sko, vissi ég ekki! Sjáðu, það er hellingur af lambaspörðum saman við berin. Oj, bara! Þú verður strax að hreinsa þau öll úr. Þegar þú ert búinn að því þá verður fatan þín í mesta lagi hálf! Una hlær að Ása. Svo hristir hún höfuðið og drífur sig aftur á þúfuna sína. Þar er krökkt af berjum og hún ætlar sko að verða fyrst til að fylla!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=