En fatan hans Ása var ekki tóm. Hann hafði troðið bangsanum sínum kirfilega ofan í hana. – Við skulum fara alveg þarna upp undir klettana. Þar eru brattar brekkur með frábæru lyngi. Það er oftast hellingur af berjum þar, segir Una móð og másandi. Þau príla áfram upp brekkurnar og verða heit og sveitt í sólskininu. – Af hverju heita ber ber? spyr Ási þegar þau stansa til að kasta mæðinni. Er það kannski af því að þau eru ber? Sko allsber? 8
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=