Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 97 Eftir að Mussolini kom til valda á Ítalíu tók hann sér nafnið „Il Duce“ sem merkir „foringinn“ á ítölsku. Á myndinni sést hann í heimsókn hjá Hitler, sem var kallaður „der Führer“, foringinn. Árið 1936 stofnuðu þeir með sér bandalag sem þeir kölluðu öxulveldin. Mussolini vildi gera Ítalíu eins volduga og hún hafði verið á tímum Rómaveldis. Hann hugsaði mikið um tákn, enda var það engin tilviljun að hann hélt ræðu við Forum Romanum þar sem rómversku keisararnir höfðu fagnað sigrum sínum. Ítalir höfðu haft mikil útgjöld af stríðinu. Það leiddi til efnahagslegrar óreiðu og mikils atvinnuleysis. Kommúnistar skipulögðu verkföll og lögðu undir sig verksmiðjur á Norður-Ítalíu. Það gerði efnahagsástandið enn þá verra. Jarðeigendur, verksmiðjueigendur og aðrir atvinnurekendur óttuðust að kommúnistar mundu gera byltingu eins og í Rússlandi. Lýðræðislega valin ríkisstjórn náði ekki tökum á aðstæðunum. Eins og í Þýskalandi misstu margir trú á lýðræðið. Fólki fannst ríkisstjórnin ábyrg fyrir friðar­ samningnum sem hún hafði undirritað í Versölum, fyrir óreiðunni á efna­ hagssviðinu og verkföllunum sem lömuðu atvinnulífið. Eitthvað varð að gera! Fasistar taka völdin Árið 1922 gekk Mussolini með 25.000 fasistum til Rómaborgar til að krefjast þess að hann yrði gerður að forsætisráðherra. Ríkisstjórnin megnaði ekki að standa gegn kröfunni og Mussolini tók við stjórninni. Fasistar höfðu einu sinni áður boðið fram í þingkosningum, árið 1921 en aðeins fengið 7% fylgi. Í ríkisstjórn og á þingi sátu því sárafáir fasistar. Mussolini hafði stofnað baráttuhópa sem voru kallaðir svartstakkar af því að þeir gengu í svörtum búningum. Þeir ofsóttu andstæðinga sína, einkum kommúnista sem voru þeirra verstu óvinir. Fyrir næstu þingkosningar, 1924, ofsóttu fasistar fundi hjá öðrum flokkum og gerðu kjósendur hrædda. Þar að auki beittu þeir kosningasvikum. Á þann hátt náðu þeir meirihluta á þingi í kosningunum 1924. Fasistar afnámu lýðræðið og aðeins einn flokkur, fasistaflokkurinn, var leyfður. Leynilegt lögreglulið var stofnað og fjölmiðlar ritskoðaðir stranglega. Áróðri var beitt til að auka fylgi Mussolini.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=