Styrjaldir og kreppa
b Mussolini og fylgismenn hans kölluðu sig fasista sem merkir „hrísvöndur“. Þetta var tákn frá tímum Rómaveldis og táknaði vald og heiður. 96 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Fasismi Ein af fyrirmyndum Hitlers var ríki fasista á Ítalíu sem hafði orðið til árið 1924. Hugmyndafræði fasista átti margt sameiginlegt með nasisma. Báðir flokkarnir áttu uppruna sinn í óskum fólks um að fá atorkusamari ríkisstjórn. Mussolini og fasisminn Árið 1919 stofnaði Benito Mussolini (1883–1945) stjórnmálaflokk sem var kallaður fasistaflokkurinn. Hann hafði að mörgu leyti sömu stefnu og þýski nasistaflokkurinn. Hann var á móti lýðræði og krafðist skilyrðislausrar hlýðni við foringjann. Flokkurinn fylgdi líka öfgafullri þjóðernisstefnu og vildi gera Ítalíu stóra og volduga. Fasistar héldu því fram að hlutverk kvenna væri á heimilinu. Í bók um fjölskyldustefnu fasista frá 1938 stendur þetta: Kona sem fer út af heimilinu til að vinna – nema það sé sannanlega af algerri nauðsyn – , kona sem gengur um göturnar eins og karlmenn, ferðast með sporvögnum eða strætisvögnum, er í verksmiðjum eða skrifstofum, skal umfram allt mæta vanþóknun. [...] Konan verður að vera karlmanninum algerlega undirgefin og því minnimáttar, andlega, menningarlega og fjárhagslega. Eftir fyrri heimsstyrjöld Árið 1915 höfðu Ítalir skipt um lið í fyrri heimsstyrjöldinni og barist eftir það með bandamönnum gegn Þjóðverjum og Austurríki- Ungverjalandi. Þeir höfðu vonað að þeir fengju að auka land sitt við friðarsamninginn í Versölum og fá fleiri nýlendur í Afríku en lítið varð úr því. Ítalir höfðu misst 600.000 hermenn í stríðinu og fannst nú að þeir hefðu barist til einskis.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=