Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 95 Finndu svar 18 Útskýrðu hugtakið verðbólga. 19 Hverjar voru afleiðingar verðbólgunnar í Þýskalandi? 20 Hvernig reyndi Hitler að ná völdum í Þýskalandi árið 1923? 21 Hverjir voru SA-liðar? 22 Hvers vegna kallaði Hitler ríkið sem hann vildi stofna í Þýskalandi Þriðja ríkið? 23 Hvað merkir orðið ríkiskanslari? Umræðuefni 24 Heldur þú að Hitler hefði komist til valda í Þýskalandi ef atvinnuleysi hefði verið lítið? Viðfangsefni 25 Farðu inn á netið og finndu grein um Adolf Hitler. a Skrifaðu niður lykilorð úr greininni. b Notaðu lykilorðalistann til að semja fyrirlestur um Hitler. c Æfðu þig á að flytja fyrirlesturinn og flyttu hann svo fyrir aðra nemendur. 26 Skoðaðu töfluna hér fyrir ofan sem sýnir atvinnuleysi og fylgisvöxt nasista. Er samhengi þar á milli? 27 Hugsaðu þér að þú byggir í Þýskalandi á millistríðsárunum og fylgdir Hitler að málum. Skrifaðu vini á Íslandi bréf og segðu honum frá því sem er að gerast í Þýskalandi og hvað þér finnst um það. 28 Hugsaðu þér að þú eigir heima í Þýskalandi á millistríðsárunum og sért andstæðingur Hitlers. Skrifaðu vini á Íslandi bréf og segðu honum frá því sem er að gerast í Þýskalandi og hvað þér finnst um það. 29 Veldu eitt efni hér á eftir og skrifaðu grein um það: – Hver var Adolf Hitler? – Orsakir þess að Hitler og nasistar fengu svo mikið fylgi í Þýskalandi. – Efnahagskreppan í Þýskalandi. a Skrifaðu lykilorð greinarinnar. b Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur í hverjum, og lesið lykilorðin ykkar upp hvert fyrir annað. Gefið hvert öðru góð ráð. c Skrifið uppkast að greininni. d Farið aftur í sömu hópana og lesið uppköstin hvert fyrir annað. Gefið hvert öðru góð ráð um hvernig greinarnar geti orðið betri. e Skrifið greinina upp á nýtt og skilið henni til kennara eða lesið hana upp fyrir hópinn. Heimildavinna 30 Lestu textann eftir Sebastian Haffner á bls. 92. a Er þetta vottarheimild eða sagnarheimild? b Hvernig lýsir Haffner efnahagsmálum í Þýskalandi árið 1923? Atvinnuleysi og vöxtur nasistaflokksins Kosningaár % atkvæði % atvinnuleysi 1928 2,6 4,0 1930 18,3 9,5 1932 í júlí 37,2 17,2 1933 44,0 14,8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=