Styrjaldir og kreppa

b Hindenburg forseti gerir Hitler að ríkiskanslara í janúar 1933. Tveimur dögum síðar fékk forsetinn símskeyti frá þýskum herforingja: „Ég spái því að þessi vondi maður muni sökkva ríki okkar í hyldýpi og valda þjóð okkar ólýsanlegri þjáningu. Kynslóðir framtíðarinnar munu bölva þér í gröf þinni.“ Ríkiskanslari: Þýska orðið yfir forsætisráðherra. Hvers vegna kusu Þjóðverjar nasistaflokkinn? Nasistaflokkurinn fékk lítið fylgi á þriðja áratugnum. Árið 1928 fékk hann innan við 3% atkvæða í ríkisþingkosningum. Fimm árum síðar, 1933, fékk hann 44% atkvæða. Hitler sagði skýrt og greinilega að hann ætlaði að leiðrétta skissurnar sem voru gerðar í Versalasamningnum og endurreisa þannig heiður Þýskalands. Einnig lofaði hann að leysa efnahagsvandann í Þýskalandi og útvega fólki vinnu. Þetta höfðaði til margra Þjóðverja. Þar að auki óttuðust margir kommúnista sem höfðu aflað sér mikils fylgis. Fólk kaus þess vegna nasista sem mótvægi við þá. Nasistar stunduðu líka öfluga kosningabaráttu og ráku sterkari áróður en aðrir. 94 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans að veita Hitler takmarkalaus völd í fjögur ár. Hann byrjaði á að banna alla aðra flokka. Nú var hann orðinn einræðisherra og gat byrjað að byggja upp ríki nasista. Flestir Þjóðverjar studdu einveldi Hitlers eða sættu sig við það. Það stafaði einkum af því að nasistum tókst að vinna á atvinnuleysinu í landinu. Ríkið byrjaði á stórframkvæmdum eins og nýjum vegum og járnbrautum. Það setti líka á stofn verksmiðjur til að framleiða vopn og önnur hergögn. Til alls þessa þurfti vinnuafl. Undir lok fjórða áratugarins var nánast ekkert atvinnuleysi í Þýskalandi. Hitler verður ríkiskanslari Eftir að Hitler kom úr fangelsi árið 1924 tók hann upp nýja aðferð. Í staðinn fyrir að skipuleggja valdarán reyndi hann að komast til valda á löglegan hátt. Eftir vel heppnaða kosningabaráttu og ógnanir við aðra flokka urðu nasistar stærsti flokkurinn á ríkis­ þinginu árið 1932. Margir stjórnmála- menn töldu að Hitler ætti að verða ríkiskanslari í stjórn með öðrum flokkum og 30. janúar 1933 fékk hann þá stöðu. Forseti Þýskalands, Hindenburg, og ráðgjafar hans héldu að þeir gætu haft stjórn á Hitler eftir að hann hefði verið gerður að kanslara en þar skjátlaðist þeim illilega. Hitler ákvað fljótt að halda nýjar kosningar því að hann vildi reyna að fá enn þá fleiri atkvæði. Meðan á kosningabaráttunni stóð var kveikt í ríkisþingsbyggingunni í Berlín. Það gaf nasistum frábært tækifæri. Þeir fullyrtu að kommúnistar hefðu kveikt í henni. Kommúnista­ flokkurinn var því bannaður og foringjar hans fangelsaðir. Auk þess unnu SA-liðar skemmdarverk á kosningafundum annarra flokka og ofsóttu og drápu andstæðinga sína. Í kosningunum fékk nasistaflokkurinn 44% atkvæðanna. Þingmönnum var ógnað þangað til þeir samþykktu NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=