Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 93 Einkaher nasistaflokksins, Sturm-Abteilung (SA), var kallaður brúnstakkar af því að þeir gengu í brúnum einkennisbúningum. Mikilvægasta verkefni SA-manna var að verja fjöldafundi nasista og hleypa fundum andstæðinganna upp. NÆRM Y N D Í kreppunni tókst ríkisstjórninni ekki að ráða við atvinnuleysið sem hélt áfram að aukast allan þriðja áratuginn. Atvinnuleysið og óstöðugt verðlag olli því að margir vissu ekki hvort þeir hefðu efni á að borða sig sadda næstu vikuna. Öllu samfélaginu fannst það vera valdalaust og sumir misstu trú á að lýðræðisstjórn gæti leyst úr kreppunni. Mörgum Þjóðverjum fannst því vera kominn tími til að steypa lýðræðisstjórninni. Þeim fannst einhver verða að koma lagi á óreiðuna. Valdaránstilraun Hitlers Árið 1921 varð Adolf Hitler formaður Hins þjóðernissósíalíska þýska verka­ mannaflokks, sem var líka kallaður nas- istaflokkurinn. Árið 1923 komu Hitler og einkaher flokksins, Sturm-Abteilung, saman á bjórstofu í München. Síðan þrömmuðu þeir í gegnum götur bæjarins og ætluðu að ná völdum í fylkinu Bayern. Valdaránstilraunin misheppnaðist gersamlega. Lögreglan stöðvaði valdaránsmenn, Hitler var handtekinn og dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hann sat aðeins inni í sex mánuði. Málaferlin gegn Hitler auðvelduðu honum að vekja athygli á hugmyndum sínum. Í fangelsinu skrifaði hann bókina Mein Kampf. Bókin vakti litla athygli þegar hún kom út. En smám saman fór hún að seljast meira en nokkur önnur bók í Þýskalandi, fyrir utan Biblíuna. Þriðja ríkið Nasistar vildu stofna það sem þeir kölluðu Þriðja ríkið. Samkvæmt kenningu þeirra var fyrsta ríkið þýsk-rómverska keisaradæmið á tímabilinu frá því um 800 til 1806. Annað ríkið var þýska keisaradæmið 1871–1918. Á þessum tveimur tímabilum hafði Þýskaland verið stórt og voldugt. Nú vildi Hitler stofna stórt og voldugt Þýskaland í þriðja sinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=