Styrjaldir og kreppa
b Leið Hitlers til valda 92 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Á þriðja áratug aldarinnar hrundi verðið á þýska markinu. Hér eru 100.000 mörk jafn mikils virði og einn Bandaríkjadollari. Fyrir fyrri heimsstyrjöld var Þýskaland keisaradæmi. Eftir stríðið varð það lýðveldi og ný lýðræðisleg stjórnarskrá var sett. Stjórnarskráin veitti kosningarétt körlum og konum tvítugum og eldri. Hún lögleiddi líka tjáningarfrelsi og kvað á um að engum mætti refsa nema samkvæmt dómi. Aðeins 15 árum seinna var hvort tveggja lagt niður, lýðræðisskipulagið og stjórnarskráin. Hvernig gat það gerst? Nýja lýðveldið Nýja lýðveldið fór illa af stað. Ríkisstjórnin hafði skrifað undir friðarsamninginn í Versölum eftir heimsstyrjöldina og þar með fallist á þau ströngu skilyrði sem samningurinn setti Þjóðverjum. Flestum Þjóðverjum fannst friðarsamningurinn bæði ranglátur og auðmýkjandi. Þar að auki stóð efnahagslífið illa í Þýskalandi og margir kenndu nýju ríkisstjórninni um það. Þannig fékk stjórnin marga andstæðinga. Bæði þjóðernissinnar, meðal þeirra herforingjar, jarðeigendur og embættismenn frá keisaratímanum, og kommúnistar vildu fá aðra stjórn. Kreppa og atvinnuleysi Margir urðu óánægðir með þýsku ríkisstjórnina vegna efnahagsástands ins í landinu. Samkvæmt Versala samningnum áttu Þjóðverjar að borga háar stríðsskaðabætur, einkum Frökkum. Þar að auki hafði þýska ríkið tekið peninga að láni, bæði í útlöndum og hjá eigin þegnum. Til að geta borgað skuldirnar fór ríkið að láta prenta sífellt meira af peningaseðlum. Verðmæti þýska marksins Tími 1 Bandaríkjadollari í mörkum Júlí 1914 4,2 Janúar 1919 8,9 Júlí 1919 14,0 Janúar 1920 64,8 Júlí 1920 39,5 Janúar 1921 64,9 Júlí 1921 76,7 Janúar 1922 191,8 Júlí 1922 493,2 Janúar 1923 17.972,0 Júlí 1923 353.412,0 Ágúst 1923 4.620.455,0 September 1923 98.860.000,0 Október 1923 25.260.208.000,0 15. nóvember 1923 4.200.000.000.000,0 En um leið og magn peninga jókst féll verðgildi þeirra. Þetta er kallað verðbólga. Þegar peningarnir urðu minna virði tóku seljendur hærra verð fyrir vörurnar til að geta borgað kostnað sinn. Á árinu 1923 urðu þýskir peningar næstum einskis virði. Svona lýsti Þjóðverjinn Sebastian Haffner ástandinu á árinu 1923: Framfærslukostnaður hafði þotið upp [...] Hálft kíló af kartöflum sem hafði kostað 50.000 mörk í gær var komið upp í 100.000 mörk í dag. Laun upp á 65.000 mörk sem maður hafði haft heim með sér á föstudaginn var nægðu ekki fyrir pakka af sígarettum á þriðjudegi [...] Erfitt var að átta sig á hvers virði launin voru. Verðgildi þeirra sveiflaðist frá einum mánuði til annars. Einn daginn voru hundrað milljónir kannski álitleg upphæð, nokkrum dögum seinna var hálf milljón bara vasapeningar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=