Styrjaldir og kreppa
a Kjarni * Adolf Hitler og nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933. Nasistar afnámu lýðræði og bönnuðu alla stjórnmálaflokka nema nasistaflokkinn. Hugmyndafræði nasista var kynþáttahyggja, sérstaklega gagnvart gyðingum. * Nasistar breiddu út áróður gegn gyðingum í kvikmyndum, blöðum, á veggspjöldum og í barnabókum. Þeir settu líka lög sem sviptu gyðinga margvíslegum réttindum. STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 91 15 Lestu kvæðið „Spretthlaup“ eftir Nordahl Grieg á bls. 89. a Hvers vegna talar Grieg um ljóshærðan leikvang? b Hver er Foringinn ? c Hvað átti Grieg við þegar hann orti: „En huggun það góða gefur / að gyðinga alla hér / hlaupið þið óðar uppi / sem ætla að forða sér“? d Hverju vildi Grieg koma á framfæri með þessu ljóði? 16 Lestu klausuna úr bókinni Eitraði sveppurinn og skoðaðu myndina úr þýsku barnabókinni á bls. 89. Hvernig sýndu nasistar gyðinga í áróðri sínum samkvæmt þessum heimildum? 17 Skoðaðu myndina úr þýsku barnabókinni á bls. 89. Teiknaðu mynd sem sýnir sama atburð en þannig að komi fram að þú sért á móti því að börn og kennarar af gyðingaættum séu rekin úr skólum. Hugsaðu um hverju þarf að breyta í myndinni svo að boðskapur þinn komi skýrt fram.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=