Styrjaldir og kreppa

a Þjálfið hugann 10 Bannorð Raðið ykkur saman tvö og tvö og veljið ykkur orð til að útskýra. a Útskýrið orðið nasismi án þess að nota orðin hugmyndafræði, hugmyndakerfi, þjóðernishyggja, kynþáttahyggja, eftirlit. b Útskýrið orðið antisemitismi án þess að nota orðin gyðingahatur eða kynþáttahyggja. Heimildavinna 11 Lestu klausurnar úr bókinni Mein Kampf á bls. 84. Hvað má lesa út úr þeim um hugmyndafræði nasista? 12 Lestu heimildirnar í kaflanum „Kynþáttahyggja í öðrum löndum“ á bls. 86. Hvað má lesa út úr þeim um kynþáttahyggju hjá þjóðum sem áttu ekki eftir að tileinka sér nasisma? 13 Lestu klausuna úr dagbók Victors Klemperer á bls. 87. a Er hún vottarheimild eða sagnarheimild? b Notaðu þessa heimild og myndina á sömu síðu, sem sýnir eyðilegginguna eftir kristalnóttina, til að búa til forsíðu á dagblaði, í tölvu eða á pappír, þar sem kristalnóttin er nýjasta frétt. Á forsíðunni þarf að minnsta kosti að vera nafn blaðsins, útgáfudagsetning, fyrirsögn og stutt frétt um kristalnóttina. Blaðið á að fylgja stefnu jafnaðarmanna. 14 Lestu slagorð nasista á bls. 88. Hvað má lesa út úr þeim um hugmyndafræði þeirra? 90 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Finndu svar 1 Um hvað fjallar bókin Mein Kampf ? 2 Hvað þýðir orðið antisemitismi ? 3 Hvað þýðir orðið mannkynbótastefna ? 4 Hvað er áróður? 5 Hvernig lýstu nasistar gyðingum í áróðri sínum? 6 Hvað var Hitlersæska? Umræðuefni 7 Hvers vegna gengur fólk í lið með nýnasistum nú á dögum? Viðfangsefni 8 Búðu til veggspjald, í tölvu eða á pappír, sem birtir dæmi um hvernig var farið með gyðinga í Þýskalandi á millistríðsárunum. Notaðu bæði texta og myndir. Myndir geturðu fundið á netinu eða teiknað þær. 9 Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur í hverjum. Finnið það sem er líkt og ólíkt með hugmyndakerfum kommúnista og nasista. a Dragið upp tvo dálka á blað. Skrifið Kommúnismi ofan við annan, Nasismi ofan við hinn. b Skrifið í dálkana lykilorð yfir það sem einkennir hvort hugmyndakerfi fyrir sig. c Berið listana saman. Hver er einkum munurinn á hugmyndakerfunum? Skrifið það hjá ykkur. d Er eitthvað líkt með hugmynda­ kerfunum? Skrifið það niður. e Sameinist öðrum hópi og berið saman niðurstöður ykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=