Styrjaldir og kreppa
a Þessi teikning er úr þýskri barnabók frá 1935. Þar má sjá þýsk börn fagna því að kennari og hópur barna af gyðingaættum eru rekin úr skólanum. Í myndatexta í bókinni stendur: „Nú verður allt betra í skólanum af því að allir júðar verða að fara. Burt með alla júða, við viljum fá þýska kennara.“ Ólympíuleikarnir í Berlín Árið 1936 voru Ólympíuleikarnir haldnir í Berlín. Nasistar gerðu þá að mikilli áróðursherferð til að sýna styrk og veldi Þýskalands. Samt urðu þeir að sætta sig við að bæði svartir íþróttamenn og af gyðingaættum tækju þátt í leikunum. Þar vann hinn svarti bandaríski spretthlaupari Jesse Owens fern gullverðlaun og fór fram úr mörgum arískum keppendum. Sama ár orti norska skáldið Nordahl Grieg ljóð sem er svona í þýðingu Böðvars Guðmundssonar: Spretthlaup Svertinginn Owens sigrar og setur Germani mát, ljóshærður leikvangur undrast, – á Foringjann kemur fát. En huggun það góða gefur að gyðinga alla hér hlaupið þið óðar uppi, sem ætla að forða sér. STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 89 Nasistar vildu fá fólk til að hata gyðinga eins mikið og þeir gerðu sjálfir. Þeir breiddu út lygar um að gyðingar ættu sök á ósigri Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni og héldu fram öðrum fjandsamlegum áróðri. Barnabækur, veggspjöld, vikublöð og kvikmyndir voru notuð í þessum tilgangi. Árið 1938 gaf vikublaðið Der Stürmer, sem var mjög fjandsamlegt gyðingum, út bókina Eitraði sveppurinn . Hún var ætluð unglingum. Hér er klausa úr bókinni sem lýsir för þýskrar stúlku til læknis af gyðingaættum: Inga er veik. Í marga daga hefur hún verið með hita og höfuðverk. [...] Inga situr í biðstofu gyðingalæknisins. [...] Nú hefur Inga beðið heilan klukkutíma. Hún tekur aftur upp blað og reynir að lesa. Dyrnar opnast. Inga lítur upp. Þarna stendur gyðingurinn. Inga æpir. Hún verður svo hrædd að hún missir blaðið. Óttaslegin stendur hún á fætur. Augun stara á gyðingalækninn. Þetta er andlit djöfulsins. Í miðju djöfullegu andlitinu er stórt bogið nef. Bak við gleraugun stara tvö glæpamannsaugu. Og þykkar varirnar brosa brosi sem merkir: „Nú hef ég loksins náð í þig, þýska stúlka!“ Gyðingurinn kemur á móti henni. Feitir fingur hans fálma eftir henni. En nú hefur Inga náð valdi á sér á ný. Áður en gyðingurinn nær að grípa í hana slær hún hann í spikfeitt andlitið. Svo hleypur Inga til dyra og stekkur niður stigann. Lafmóð sleppur hún út úr húsi gyðingsins. NÆRM Y N D
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=