Styrjaldir og kreppa

a Nasistum fannst staður kvenna vera á heimilunum. Þær voru hvattar til að eignast mörg börn til að hækka íbúatölu landsins. Hlutverk karla samkvæmt skoðun nasista var að berjast og vinna fyrir fjölskyldu sinni. 88 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Borðbæn Foringi, foringi minn, sendur mér af Guði, verndaðu mig og varðveittu í gegnum lífið. Af því að þú hefur bjargað Þýskalandi úr sárustu nauð. Ég þakka þér í dag fyrir mitt daglega brauð. Vertu hjá mér, yfirgefðu mig aldrei. Foringi, foringi minn, trú mín, ljós mitt. Heill, foringja mínum! Áróður Nasistar notuðu ekki aðeins ofbeldi og ógnanir til að fá samfélagið á sitt band. Þeir vildu líka hafa áhrif með áróðri. Nasistar ákváðu hvað mætti skrifa í blöð og segja í útvarp. Auk þess héldu þeir fjöldafundi sem þúsundir sóttu. Þar horfði fólk á nákvæmlega skipulagðar hergöngur með einkennis­ klæddum karlmönnum sem gengu í takt. Nasistaflögg og fánar voru hengd upp um allt og samkomugestir hlustuðu á þaulundirbúnar ræður. Mikilvægt var fyrir nasista að hafa áhrif á unga fólkið. Því skipulögðu þeir sín eigin barna- og ungmennafélög. Strákar á aldrinum 13 til 18 ára voru í Hitlersæskunni. Þeir gengu í einkennisbúningum og fengu líkamlega þjálfun. Stúlkurnar voru í Ungmeyjahreyfingunni. Þessum hreyfingum var einkum ætlað að innræta aga og trúnað við allt sem leiðtoginn Hitler sagði og gerði. Slagorð nasista „Börn, eldhús og kirkja.“ „Ein þjóð, eitt ríki, einn foringi.“ „Gyðingar eru ógæfa okkar.“ „Vor síðasta von – Hitler.“ „Vopn fremur en smjör.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=