Styrjaldir og kreppa

a STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd 7 Farþegar á fyrsta farrými höfðu káetur eins stórar og íbúðir, með breiðum rúmum, stórum speglum og dýru veggfóðri. Þeir máttu borða í fínasta veitingahúsinu, drekka te í kaffihúsi með Parísarsniði og fara í sundlaug skipsins. Meðal farþega á fyrsta farrými voru nokkrir ríkustu og valdamestu menn í heimi. Þeir sem voru ekki alveg eins ríkir ferðuðust á öðru farrými. Þar voru káeturnar minni og matsalurinn af einfaldari gerð en samt mjög fínn. Farþegar á þessu farrými höfðu líka aðgang að sérstöku bókasafni. Þar ferðaðist fólk eins og prestar, kaupmenn, verkfræðingar og annað fagmenntað fólk. Það var ekki auðugt en heldur ekki fátækt. Útflytjandi sá sem flytur sig varanlega úr einu landi til annars.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=