Styrjaldir og kreppa

a grunað um að vera á móti nasismanum og Hitler. Þeir sem voru handteknir voru oft settir í fangelsi og pyntaðir án þess að hafa verið dæmdir fyrir rétti. Sérstök herdeild, nefnd Sturm-Abteilung (SA), líka kölluð brúnstakkar, hafði rétt til að ofsækja fólk sem var talið óvinir þjóðarinnar. Harðast kom þetta niður á gyðingum. Árið 1935 settu nasistar Nürnberg- lögin. Þau bönnuðu hjónabönd gyðinga og aría og sviptu gyðinga flestum mannréttindum. Mörgum fannst að nú mætti gera hvað sem væri við gyðinga. Nýju lögin sýndu jú glöggt að það ætti að líta á þá sem annars flokks borgara. Aðfaranótt 10. nóvember 1938 réðust nasistar á hverfi gyðinga um allt Þýskaland, vopnaðir sleggjum og öxum. Þeir brutu rúður og kveiktu í verslunum gyðinga, heimilum og helgihúsum. 30.000 gyðingar voru handteknir og margir rændir öllu sem þeir áttu. Vegna glerbrotanna sem dreifðust um allt var þetta kallað kristalnóttin og markaði upphafið að hratt vaxandi gyðingaofsóknum. Ég skal vitna til síðustu stundar Victor Klemperer var þýskur gyðingur sem skrifaði dagbækur um reynslu sína í Þýskalandi nasismans. Dagbækur hans, Ég skal vitna til síðustu stundar, hafa verið gefnar út á mörgum tungumálum, þó ekki íslensku. Klausan hér á eftir fjallar um kristalnóttina 2. desember 1938: Sunnudaginn 13. nóv. fórum við til Trude Öhlmann í Leipzig. [...] Hún sagði okkur hvernig SA hefði farið að í borginni. Þeir hefðu hellt bensíni yfir samkunduhús gyðinga og vöruhús í eigu þeirra og slökkviliðið hefði aðeins fengið leyfi til að verja húsin í nágrenninu. Það hefði verið hindrað í að slökkva eldinn. Svo var eigandi vöruhússins handtekinn og ákærður fyrir íkveikju og tryggingasvik. [...] Trude sýndi okkur líka opinn kvistglugga á húsi hinum megin við götuna. Hann hafði staðið opinn í marga daga, fólkið hafði verið „sótt“. Hún grét þegar við fórum. Á leiðinni heim byrjuðu taugar Evu að gefa sig [...] heima féll hún í krampagrát. STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 87 NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=