Styrjaldir og kreppa

a 86 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Nýnasismi Nasískir hópar starfa nú í mörgum Evrópulöndum. Hugmyndafræði nýnasista byggist á hugmyndum frá nasistum fjórða áratugarins og kynþáttahyggja er sérstaklega áberandi. Nýnasistar nota oft gömul tákn nasista, einkum hakakrossinn. Í Þýskalandi nasismans var gyðingum fyrirskipað að ganga með gula sexhyrnda stjörnu utan á sér. Hún var gamalt helgitákn gyðinga, kennd við Davíð konung þeirra. Hugsunin um það að þjóð vor er vel ættuð á að hvetja oss til þess að standa á verði gegn því að hún nokkurn tíma spillist á því að blanda blóði við ver ættaða menn [...] Þetta skrifaði Guðmundur Finnbogason heimspekingur árið 1925, einn dáðasti menntamaður Íslendinga á sinni tíð. Kynþáttahyggja var ekki bara til í Þýskalandi heldur í flestum Evrópulöndum á fyrstu áratugum 20. aldar, einnig á Íslandi. Menn höfðu þá hugmynd að til væru ólíkir kynþættir manna og sá hvíti væri betri en aðrir. Talið var mikilvægt að halda eigin kynþætti hreinum og blanda honum ekki saman við aðra kynþætti. Hugmyndin um mannkynbætur leiddi til þess að gert var upp á milli fólks. Sígaunar voru einn þeirra hópa sem mörgum fannst að ætti að halda í burtu frá landinu. Á Íslandi voru engir sígaunar og engar sýnilegar líkur á að þeir mundu koma hingað. En í Noregi voru samþykkt lög árið 1927 sem bönnuðu sígaunum að koma til landsins. Þau voru ekki afnumin fyrr en 1956. Gyðingar voru líka svo fáir á Íslandi að fólk hafði litlar áhyggjur af þeim en í norska blaðið Aftenposte n var skrifað árið 1924: Þeir streyma inn eins og síldartorfa. Þeir setja sig niður um allan bæinn. Bráðum er ekki til sú ávaxtabúð, fatamarkaður, verslun með úr og annað dót nema standi brosandi Júði á bak við afgreiðsluborðið. Osterhaugsgatan er að verða ghetto eða gyðingahverfi. Og bíðið þið bara, eftir nokkur ár finnum við þá sem eigendur einbýlishúsa í Vesturbænum. [...] Bráðum fara þeir að troða sér inn á dagblað, banka, Háskólann og Ríkislistasafnið. Stjórnað með ógnunum Nasistar vildu skapa samfélag þar sem allir hugsuðu eins og hlýddu sömu reglum. Þessi algera samræming átti að fjarlægja allt sem bryti í bága við hugmyndafræði nasismans. Fljótlega stýrðu nasistar öllum þáttum samfélagsins í Þýskalandi. Þeir komust í lykilstöður hjá ríkinu svo að þeir gátu fylgst með því að starfsfólk fylgdi stefnu þeirra. Ný, leynileg lögregla, Gestapo, mátti handtaka fólk ef það var Kynþáttahyggja í öðrum löndum NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=