Styrjaldir og kreppa

a Arískur kynþáttur: Orð nasista yfir íbúa í norðanverðri Evrópu, sem þeir töldu sérstaklega hæfileikaríkt fólk á háu, menningarstigi. Antisemitísmi: Andúð eða hatur á gyðingum. STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans 85 Á þá var litið sem versta óvin mann­ kynsins og þess vegna ætti að útrýma þeim. Hitler og nasistar voru ekki fyrstir til að hafa þessar skoðanir. Antisemitismi, gyðingahatur, hafði þekkst í Evrópu lengi. Allt síðan á miðöldum höfðu gyðingar verið reknir frá heimilum sínum og safnað saman á afmörkuðum svæðum. Á miðöldum stöfuðu gyðingaofsóknir mikið af því að gyðingar höfðu afneitað Jesú Kristi en litu samt á sig sem Guðs útvalda þjóð. Önnur orsök gyðingahaturs var að margir gyðingar höfðu komist vel áfram efnahagslega og það vakti öfund. Í margar aldir hafði gyðingum verið bannað að eiga land. Þess vegna urðu margir þeirra kaupmenn eða starfræktu banka og margir öfluðu sér mikillar menntunar. Á 19. öld litu margir vísindamenn svo á að gyðingar væru veikbyggður kynþáttur sem mundi eyðileggja samfélagið ef hann fengi völd. Aríski kynstofninn væri aftur á móti sterkur og mundi gera samfélagið sífellt sterkara. Þessi vísindi notuðu Hitler og aðrir nasistar til að réttlæta gyðingaofsóknir. Á sama hátt og gyðingar voru sígaunar ofsóttir af nasistum. Samkynhneigðir, fatlaðir og geðveikir töldust líka veikbyggðir hópar sem nasistar fyrirlitu. Þessir hópar gátu ekki barist fyrir hina þýsku þjóð og því voru þeir álitnir lítils virði. Kynnist Níels nasista – Hvað mundir þú gera ef þú stjórnaðir heiminum einn dag? – Ég mundi skapa hreina og vel skipulagða þjóð sem væri stjórnað af aríska kynstofninum. – Hver finnst þér að eigi að ráða mestu? – Einn sterkur maður á að stjórna landinu, foringi sem getur gert þjóðina volduga. Lýðræði veldur bara upplausn. – Hvernig á ríkisvaldið að stjórna landinu? – Ríkið á að stýra öllum þáttum samfélagsins, einkum menningarlífinu. Við megum ekki leyfa gyðingum og kommúnistum að breiða sínar hættulegu skoðanir út í bókum, tónlist eða myndlist. – Hvert er þitt uppáhaldsorð? – Regla. – Uppáhaldslitur? – Hvítur. – Með hverjum vildir þú helst lokast inni í lyftu? – Með Adolf Hitler að sjálfsögðu. – Hverjir heldur þú að geri mestan skaða í samfélaginu? – Gyðingar og kommúnistar. – Viltu láta skila kveðju til lesenda? – Heil, Hitler!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=