Styrjaldir og kreppa

a Nasistar tóku hakakrossinn upp sem merki sitt. Hann er fornt tákn sem hafði áður verið notað í mörgum löndum. Í Kína og Indlandi táknaði hakakrossinn hamingju, hér á landi hafði Eimskipafélag Íslands notað líkt tákn sem merki. Þýskaland nasismans 84 STYRJALDIR OG KREPPA : Allt vald til foringjans Adolf Hitler (1889–1945) var fæddur í Austurríki og kom úr miðstéttarfjölskyldu. Hann lauk skólagöngu sinni 16 ára gamall án þess að taka lokapróf. Hann langaði til að læra myndlist og sótti um skólavist bæði í listaakademíu og arkitektaskóla í Vínarborg. En próflaus komst hann ekki inn og svo stóðst hann ekki heldur verklegt inntökupróf. Til að afla sér tekna seldi hann málverk og póstkort sem hann bjó til sjálfur. Árið 1913 fluttist Hitler til München í Suður-Þýskalandi og lét skrá sig sem sjálfboðaliða þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hann fékk járnkrossinn fyrir hugrekki í bardögum. Ósigur Þýskalands og Versalasamningurinn varð mikið áfall fyrir hann. Honum fannst að Þýskaland hefði verið svikið og vildi hefnd. Mannkynið hefur orðið stórfenglegt í eilífri baráttu og aðeins í eilífum friði líður það undir lok [...] Náttúran gefur hinum sterkustu rétt til að stjórna. Þeir verða að fá að ríkja. Þeir hafa rétt á að sigra. [...] Þeir sem vilja ekki berjast í þessum heimi verðskulda ekki að lifa. Þetta kann að virðast harkalegt – en þannig er það! Þessi orð eru sótt í bókina Mein Kampf (Barátta mín) eftir Adolf Hitler sem kom út árið 1924. Bókin varð upphafið að hugmyndafræði nasismans. Árið 1933 komust Hitler og nasistaflokkur- inn til valda í Þýskalandi. Hvernig mótuðu þeir samfélagið? Hugmyndafræði nasismans Nasistar vildu leggja lýðræðið niður og töldu að allt vald ætti að vera í höndum eins manns, nefnilega foringjans Hitlers. Einnig var mikilvægt að stýra því hvað fólk læsi, sæi í bíó og hlustaði á í útvarpi. Nasisminn boðaði líka mikla þjóðernishyggju sem stefndi að því að safna öllum Þjóðverjum saman í nýtt Stór-Þýskaland. Nasisminn einkendist enn fremur af kynþáttahyggju; fylgismenn hans töldu að Þjóðverjar stæðu öðrum framar og væru meira virði en allt annað fólk. Kynþáttahyggja Dökkhærði gyðingastrákurinn liggur í leyni klukkustund eftir klukkustund þegar hann njósnar um og glápir djöfullega á saklausa stúlku sem hann ætlar að draga á tálar. Hann ætlar að óhreinka blóð hennar og taka hana frá sínu eigin fólki. (Úr Mein Kampf) Meginatriði í nasismanum var kynþátta­ hyggjan, kenningin um að það væru til ólíkir kynþættir og einn þeirra væri betri en annar. Hinn ljóshærði og bláeygi aríski kynþáttur væri æðstur allra, en lægst stæði kynþáttur gyðinga. NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=