Styrjaldir og kreppa

Allt vald til foringjans Í september 1934 kom hálf milljón manna saman í þýsku borginni Nürnberg til að hylla nýjan einvaldsherra Þýskalands, Adolf Hitler, sem hafði komist til valda árið áður. Borgin var glæsilega skreytt. Um allt voru litrík flögg og fánar með hakakrossi. Allir biðu spenntir eftir að Hitler kæmi fram og hæfi mál sitt. Þegar hann kom var honum mætt af öskrandi mannfjölda. „Heil Hitler! Heil Hitler!“ hrópuðu allir í kór og lyftu hægri handlegg til að heilsa honum. Áratug fyrr höfðu fáir tekið mark á hugmyndum Hitlers. En árið 1934 höfðu hann og nasistaflokkur hans fylgi milljóna. Hvað hafði orðið til þess að svona margir snerust til liðs við nasista? Markmið * Segja frá dæmum um hugsanir og atburði sem spretta af hugmyndafræði fasisma og nasisma og sýna hvernig þessi hugmyndakerfi höfðu áhrif á framvindu sögunnar í Evrópu á fjórða áratugnum. * Finna heimildir um þessa atburði, meta þær á gagnrýninn hátt og sýna hvernig ólíkar heimildir birta ólíkar myndir af sögunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=