Styrjaldir og kreppa

b Kjarni * Árið 1929 lentu Bandaríkjamenn í efnahagskreppu sem breiddist fljótt út um mikinn hluta heimsins. Kreppan olli því að verksmiðjufyrirtæki og bankar urðu gjaldþrota og atvinnuleysi óx hratt. * Í flestum löndum heims töldu stjórnmálamenn og hagfræðingar að besta leiðin út úr kreppunni væri að ríkið sparaði sem mest. Þeir héldu að þá mundi kreppan leysast af sjálfu sér. Þessar hugmyndir eru af því tagi sem við köllum frjálshyggju. * Frjálshyggja leggur áherslu á að fólk eigi að hafa frelsi til að velja sjálft og að ríkið eigi sem minnst að skipta sér af atvinnulífi eða daglegu lífi fólks. * Franklin D. Roosevelt sigraði í forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 1932. Hann innleiddi nýja stjórnmálastefnu sem var kölluð „New Deal“, nýi sáttmáli. Þessi stefna var sú að ríkið ætti að nota peninga til að setja af stað opinberar framkvæmdir eins og að leggja vegi og hafnir, byggja skóla og stjórnsýslubyggingar. Þetta átti að skapa atvinnu og minnka atvinnuleysi. Roosevelt kom líka á atvinnuleysisbótum. * Nýi sáttmáli gaf Bandaríkjamönnum von um að hægt væri að komast út úr kreppunni. Bandaríkin áttu þó í miklum efnahagserfiðleikum allan fjórða áratug aldarinnar. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 81 Heimildavinna 38 Á árinu 2008 skall á mikil kreppa um allan auðugasta hluta heimsins. Athugið hvað var líkt með henni og kreppunni á fjórða áratug 20. aldar. Ef þið vitið ekki hvernig kreppan var 2008 getið þið reynt að spyrja foreldra ykkar eða annað fullorðið fólk. Kreppan á fjórða áratugnum hafði fjögur megineinkenni. Hver þeirra voru líka á ferðinni í kreppunni 2008 og á næstu árum á eftir? a Bankar urðu gjaldþrota. b Verðlag lækkaði. c Margir urðu atvinnulausir. d Fólk fór að spara innkaup svo að framleiðsla minnkaði og enn fleiri misstu atvinnuna. 39 Kannaðu töfluna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum 1930–38, bréfið til forseta Bandaríkjanna á bls. 75, myndina á bls. 73 af manninum sem tapaði öllu í kreppunni og endurminningar mannsins sem ólst upp í kreppunni á bls. 76. Notaðu þessar heimildir til að skrifa frásögn eða smásögu um manneskju sem átti heima í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Láttu koma fram hvernig hún skynjaði kreppuna. 40 Lestu „Kreppa og sjálfsvíg“ á bls. 73. a Hvers konar heimild er þetta: Vottarheimild eða sagnarheimild?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=