Styrjaldir og kreppa

b 80 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Finndu svar 20 Hvað er kauphöll? 21 Hvað er hlutabréf? 22 Hvað gerðist í New York 24. og 29. október 1929? 23 Útskýrðu sambandið á milli framboðs, eftirspurnar og verðlags. 24 Hvernig varð kreppan í Bandaríkjunum að heimskreppu? 25 Hvaða áhrif hafði kreppan á Íslandi? 26 Hver var Franklin D. Roosevelt? 27 Tókst Roosevelt að leysa úr kreppunni með „nýja sáttmála“ sínum? Umræðuefni 28 Ameríski draumurinn er trúin á að allir geti skapað sína eigin gæfu. Eiga allir í heiminum möguleika á því? 29 Hvaða samhengi er á milli þeirra upphæða sem fólk borgar í skatta og afskipta ríkisins af einstaklingum og atvinnulífi? 30 Hvers vegna ætli Roosevelt hafi kallað stefnu sína „New Deal“? Viðfangsefni 31 Lestu rammaklausuna um framboð og eftirspurn á bls. 76. Finndu og skrifaðu niður tvö önnur dæmi sem sýna samhengið þarna á milli. 32 Teiknaðu mynd sem sýnir afstöðuna á milli framboðs, eftirspurnar og verðlags. 33 Búðu til forsíðu á blaði frá 1931 þar sem fjallað er um kreppuna á Íslandi. Veldu sjálf(ur) hvort blaðið er á pappír eða netblað. 34 Skrifaðu grein um orsakir kreppunnar og afleiðingar hennar. a Skrifaðu áætlun um efni greinarinnar. b Farðu í hóp með tveimur eða þremur öðrum sem eiga líka að skrifa grein. Lesið efnisáætlanir ykkar og gerið athugasemdir hvert við áætlun annars. c Skrifið uppkast að greininni. d Farið aftur í hópinn og lesið uppköst ykkar og gerið athugasemdir við þau. e Skrifið greinina upp á nýtt. f Lesið greinina fyrir aðra í hópnum eða skilið henni til kennara. 35 Rannsakið töfluna á bls. 75 yfir iðnframleiðslu og atvinnuleysi í nokkrum löndum. a Búið til myndrit, í tölvu eða á pappír, sem sýnir hvernig iðnaðarframleiðsla jókst eða minnkaði í löndunum á árunum 1928–34. Á x-ásinn skrifið þið ártölin og á y-ásinn tölurnar frá 0 og upp í 110. Notið ólíka liti til að sýna tölur einstakra landa. Notið töflurnar á bls. 75 til að búa til myndrit sem sýnir iðnframleiðslu og atvinnuleysi í öllum löndunum. b Sjáið þið eitthvert samband á milli iðnframleiðslu og atvinnuleysis samkvæmt töflunum? 36 Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur saman. a Skrifið lista með lykilorðum sem eru notuð til að lýsa kommúnisma og frjálshyggju. b Raðið orðunum eftir því hvað þau tákna mikilvægan mun á þessum hugmyndakerfum. Setjið fyrst þau mikilvægustu en síðast þau lítilvægustu. c Berið niðurstöðu ykkar saman við niðurstöður annarra hópa og ræðið muninn. 37 Skrifið bók handa 10 ára börnum um efnahagskreppuna í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Notið bæði texta og myndir. Þið getið samið textann í tölvu eða á pappír.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=