Styrjaldir og kreppa

b Roosevelt var alinn upp í efnaðri fjölskyldu. Árið 1921 fékk hann mænuveiki og var síðan lamaður neðan við mitti. En það varð ekki til þess að hann missti kjarkinn. Árið 1932 var hann kosinn forseti Bandaríkjanna og sat í forsetaembætti til dauðadags, 1945. Hann var forseti í tólf ár og er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur gegnt starfinu svo lengi. 78 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Ameríski draumurinn Mörgum Bandaríkjamönnum finnst að allir eigi að hafa frelsi og möguleika á að skapa sér sína eigin gæfu. Bandaríkin eru sögð vera land möguleikanna. Það sem er kallað „ameríski draumurinn“ snýst um það að draumar allra geti ræst aðeins ef þeir vinni vel og markvisst að því. Teiknimyndasmiðurinn Walt Disney er gott dæmi um mann sem gerði draum sinn að veruleika. Bóndasonurinn Walt Disney ólst upp í fátækt og fékk litla skólagöngu. Samt náði hann að stofna sitt eigið fyrirtæki og verða margfaldur milljarðamæringur. Franklin D. Roosevelt og „nýi sáttmáli“ Franklin D. Roosevelt (1882–1945) vann yfirburðasigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 1932. Hann hélt því fram að hann hefði lausnina á því hvernig Bandaríkin ættu að koma sér út úr efnahagslegum og félagslegum vanda sínum. Roosevelt hélt því fram að yfirvöld ættu að gera meira, bæði pólitískt og efnahagslega, til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Þetta var alveg ný hugmynd. Áður höfðu yfirvöld í Bandaríkjunum talið að ríkið ætti að blanda sér sem minnst í atvinnulíf. Sumir voru því tortryggnir á stefnu Roosevelts sem var kölluð „New Deal“ á ensku. Flestir voru hins vegar jákvæðir og vonuðu að nú kæmu betri tímar. Byrjað var á fjölda áætlana til að hjálpa fyrirtækjum að ráða fólk í vinnu. Til að hækka verð á afurðum til bænda fengu þeir borgað fyrir að skilja hluta af ræktunarlandi sínu eftir óræktaðan. Þannig varð minna af landbúnaðarvörum á markaðnum og verðið á þeim hækkaði. Við það högnuðust bændur og gátu keypt meira af iðnaðarvörum og verksmiðjurnar sem framleiddu þær gátu ráðið fleira fólk í vinnu. Þá voru settar í gang opinberar framkvæmdir til að vinna gegn atvinnuleysinu. Vegir voru lagðir og byggðir skólar, sjúkrahús og stjórnsýslubyggingar, hafnir gerðar og jarðgöng grafin. Roosevelt stofnaði líka tryggingakerfi sem greiddi atvinnuleysisbætur. Eftir 1932 varð ástandið nokkru skárra. En atvinnuleysi var enn mikið og framleiðslan óx í bili en átti eftir að dragast saman aftur. Bandaríkin áttu í miklum efnahagsörðugleikum allan fjórða áratuginn. Sagnfræðingar álíta samt að ástandið hefði verið enn verra ef ekki hefði verið fyrir nýja sáttmála Roosevelts. NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=