Styrjaldir og kreppa

a Kvikmyndin Titanic frá 1997 er byggð á sögunni um ferð Titanic. En ástar­ sagan í myndinni er skáldskapur. Úr einum stiga Titanic áður en skipið fór úr höfn. 6 STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd Meirihluti farþeganna ferðaðist á þriðja farrými. Þeir höfðu lítið pláss, sváfu í kojum langt niðri í skipinu og fengu ekki aðgang að fínu vistarverunum á efri þilförum. Fólkið á þriðja farrými var sveitafólk, handverksmenn og verkafólk. Flestir hafa líklega verið útflytjendur sem höfðu sparað peninga í mörg ár til að eiga fyrir farinu, þótt það væri af ódýrustu gerð. Marga Evrópumenn dreymdi um betra líf í Ameríku á þessum tíma. Á árunum 1901–10 fluttust ellefu milljónir Evrópubúa til Ameríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=