Styrjaldir og kreppa

b Kynnist Fríðu frjálslyndu – Hvað mundir þú gera ef þú fengir að stjórna öllum heiminum einn dag? – Ég mundi stofna samfélag þar sem allar manneskjur væru frjálsar og hefðu sömu réttindi. – Hverjir finnst þér að eigi að fá að ráða mestu? – Allir fullorðnir einstaklingar verða að hafa kosningarétt og lýðræðislega kosin stjórn á að stjórna landinu. – Hvernig á ríkisvaldið að stjórna? – Ríkið á að láta fólk sem allra mest í friði, ekki skipta sér mikið af, bara sjá um að allir fylgi lögum og reglum. Svo á fólk að sleppa við að borga mikið í skatta. – Hvert er þitt uppáhaldsorð? – Frelsi. – Uppáhaldslitur? – Ljósblár. – Með hverjum vildir þú helst lokast inni í lyftu? – Jóhannesi í Bónus, því hann skapaði sína eigin auglegð með vinnu sinni. – Hverjir finnst þér að geri mestan skaða í samfélaginu? – Kommúnistar og aðrir harðstjórar sem neita fólki um frelsi. – Viltu láta skila einhverju til lesenda? – Munið að þið eruð ykkar eigin gæfu smiðir. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 77 Leiðin út úr kreppunni Hvað þurfti að gera til að losna úr kreppunni? Um það spurðu yfirvöld í öllum löndum á fjórða áratugnum. Var hægt að gera eitthvað til að koma hjólum atvinnulífsins á hreyfingu á ný? Frjálshyggja Stjórnmálamenn og hagfræðingar héldu því fram í upphafi fjórða áratugarins að ríkið ætti að spara á krepputímum. Hugmyndin var að ríkið ætti að blanda sér sem minnst í atvinnulífið. Því var haldið fram að fólk og fyrirtæki færu að kaupa vörur á ný þegar verðlag væri orðið nógu lágt, þá mundi efnahagslífið reisa sig við aftur án þess að ríkisvaldið blandaði sér í það. Þetta var kallað frjáls samkeppni. Með frjálsri samkeppni yrði til réttlátt samfélag af sjálfu sér. Markaðsöflin ættu að fá að leika frjáls, þá kæmust fyrirtækin af stað aftur og efnahagslífið yrði stöðugt. Þessi hugmyndafræði er kölluð frjálshyggja. Frjáls samkeppni milli fyrirtækja er bara ein hlið frjálshyggjunnar. Í flestum Evrópumálum er notað um hana orðið liberalism(e/us) sem er dregið af latneska orðinu liber: „frjáls“. Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, sem var samin meðan Bandaríkjamenn voru að berjast fyrir sjálfstæði sínu, segir að allt fólk hafi rétt til að vera frjálst og leita hamingjunnar. Hugmyndir um frelsi einstaklingsins höfðu því verið Bandaríkjamönnum hugleiknar í meira en hálfa aðra öld. Fólk átti að fá að vera sem allra frjálsast. Þannig yrði til gott og réttlátt samfélag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=