Styrjaldir og kreppa

b STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 75 Heimsverslunin var háð Bandaríkjunum. Á árum fyrri heimsstyrjaldar höfðu mörg Evrópuríki fengið peninga að láni þaðan til að fjármagna stríðið. Einkum voru Bretar og Frakkar mjög skuldugir Bandaríkjamönnum og áttu nú að borga til baka. Efnahagskreppan breiddist líka út til annarra heimshluta. Í Afríku og Suður-Ameríku féll verðið á hráefnum vegna þess að eftirspurn eftir þeim minnkaði. Kreppan sem hófst með kauphallarhruninu í New York hafði þannig áhrif um allan heim. Verðfall á korni frá Kanada. Verðfall á tini og gúmmíi frá Malasíu. Ull frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi féll í verði. Verðfall á nautakjöti frá Argentínu. Sala á hráefnum frá Afríku snarminnkaði. Bandaríkjamenn heimtuðu til baka lán sem fyrirtæki í Evrópu höfðu tekið hjá þeim. Verslun með silki frá Japan dróst saman. Brasilíumönnum tókst ekki að selja kaffibaunir sem þeir framleiddu. Iðnaðarframleiðsla í nokkrum löndum og landsframleiðsla Íslendinga (1929 = 100)s 1928 1929 1932 1934 Noregur 90 100 69 71 Bretland 94 100 84 99 Þýskaland 99 100 53 80 Bandaríkin 93 100 54 66 Ísland: 95 100 78 93 verg landsframleiðsla Atvinnuleysi í prósentum hjá félagsbundnu verkafólki í nokkrum löndum 1930 1932 1934 1936 1938 Noregur 16,1 30,8 30,7 18,8 22,0 Bretland 16,0 22,1 16,8 13,1 12,9 Þýskaland 22,7 43,8 14,5 8,1 2,1 Bandaríkin 14,5 23,8 20,9 13,3 15,3 Reykjavík – 21,9 8,1 – 10,1 Tölur eru ekki til því að atvinnuleysi var ekki skráð skipulega. Heimskreppa Bandaríkin höfðu orðið mesta efnahagsstórveldi heims eftir fyrri heimsstyrjöldina, enda hafði kreppan í landinu mikil áhrif og breiddist út um allan heim. Þetta er úr bréfi frá konu til forseta Bandaríkjanna: 01.02.1934 Kæri forseti. [...] Ég er móðir sjö barna og mér líður hræðilega illa af því að þau eru svöng [...] Faðir þeirra er í Los Angeles til að leita sér að vinnu. Við eigum næstum engan mat eftir – ekkert kjöt, mjólk, sykur – í rauninni eigum við bara mjöl í tvær máltíðir og það er allt og sumt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=