Styrjaldir og kreppa

b Hvernig verður efnahagskreppa til? Myndröðin sýnir hvernig efnahagskreppa getur myndast og þróast áfram. Hún er einfölduð mynd af flóknari veruleika. 74 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 1 Bóndinn framleiðir meira af vörum en hann getur selt. Hann hefur því minna til að eyða en áður og kaupir minna. 2 Kaupmaðurinn selur minna og kaupir því minna af vörum sem eru framleiddar í verksmiðjunni. 3 Verksmiðjurnar fá minni tekjur. 4 Fólk sem hefur keypt hlutabréf í fyrirtækjum fer að óttast að þau muni falla í verði. Allir vilja selja hlutabréf sín en enginn vill kaupa. Verð á hlutabréfum lækkar því hratt. Margir hafa tekið lán í banka til að kaupa hlutabréf. Nú hafa þeir orðið að selja bréfin sín fyrir lágt verð og hafa því ekki peninga til að borga lánin. 5 Bankarnir verða gjaldþrota af því að þeir fá ekki til baka peninga sem þeir hafa lánað. Þeir hafa ekki lengur peninga til að lána. Enginn fær lán til að byggja nýjar verksmiðjur og framleiða vörur. 6 Verkamenn í verksmiðjunum verða atvinnulausir og kaupa því minna af vörum, meðal annars minna af framleiðsluvörum bóndans. GJALDÞROT KRAFA KRAFA K KRAFA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=