Styrjaldir og kreppa

b Bíleigandinn hefur tapað öllu sínu. Á spjaldinu stendur: „Viljir þú kaupa þennan bíl verður þú að borga út í hönd. Ég tapaði öllu í kauphöllinni.“ STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 73 Sumarið og haustið 1929 fór að bera á að fyrirtæki gætu ekki selt framleiðsluvörur sínar. Þá lækkaði verðið á vörunum og um leið lækkaði verðið á hlutabréfum í fyrirtækjunum. Skyndilega varð fólk ofsahrætt og hélt að verðið mundi lækka enn þá meira. Allir vildu selja og enginn kaupa hlutabréf. Við það lækkaði verðið enn meira. Þetta gerðist daginn sem seinna fékk nafnið „svarti fimmtudagurinn“, 24. október. Það sama gerðist „svarta þriðjudaginn“, 29. október. Á örfáum vikum féll meðalverð á hlutabréfum um 40 prósent. Margir töpuðu öllu sem þeir áttu af því að þeir höfðu eytt sparifé sínu eða tekið lán til að kaupa hlutabréf sem áttu að gera þá ríka. Nú voru hlutabréfin lítils eða einskis virði. Það voru ekki bara kauphallar­ viðskiptin sem hrundu. Allt efnahags­ lífið lenti í kreppu. Enginn vildi lengur fjárfesta í fyrirtækjum. Verksmiðjur urðu gjaldþrota og hvorki einstaklingar né fyrirtæki gátu borgað skuldir sínar í bönkunum. Margir bankar urðu því gjaldþrota og margir töpuðu sparifé sem þeir höfðu lagt inn í þá. Bandarísk fyrirtæki sem höfðu fjöldaframleitt vörur gátu nú ekki selt þær. Í Evrópu hafði vöruframleiðsla smám saman náð sér eftir heims­ styrjöldina svo að þörfin fyrir amerískar vörur minnkaði. Þar með varð offramleiðsla á vörum og þær seldust ekki. „Eruð þér kominn til að gista eða til að stökkva út umgluggann?“ Sagt var að dyraverðir í hótelum í skýjakljúfum New York hafi spurt gesti sína þessarar spurningar fyrstu dagana eftir hrunið í kauphöllinni í Wall Street. Blöðin fluttu líka rosafréttir af fólki sem hafði fyrirfarið sér eftir að hafa tapað aleigunni í misheppnuðu braski. Línuritið hér fyrir neðan sýnir fjölda sjálfsvíga á hverja 100.000 íbúa í New York. Sjá má að þeim fór fjölgandi í kreppunni, þó ekki meira en svo að vera bara vöxtur í tilhneigingu sem var til fyrir. Atvinnuleysi og gjaldþrot sköpuðu engu að síður félagslegar ástæður til sjálfsvíga. Skýrslur frá lögreglunni í New York sýna raunar að fáir fyrirfóru sér vegna hrunsins í kauphöllinni og aðeins tveir köstuðu sér út um glugga á skýjakljúfum. K reppa og sjálfsvíg Þýtt úr norsku bókinni Aschehougs Verdenshistorie. 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 Fjöldi sjálfsvíga á 100.000 íbúa í New York 25 20 15 10 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=