Styrjaldir og kreppa

b Kauphöllin í New York. Lokið var við að byggja hana árið 1903. Enn í dag fara þar fram mikil viðskipti með hlutabréf. Kreppan 72 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Hlutabréf: Eignarhlutur í fyrirtæki. Ef þið hefðuð gengið um göturnar í New York árið 1930 hefði ykkur líklega ekki dottið í hug að Bandaríkjamenn væru hamingjusamt fólk. Þið hefðuð tekið eftir því að fjörugi þriðji áratugurinn var liðinn. Atvinnuleysingjar stóðu í biðröðum fyrir utan mörg súpueldhús borgarinnar og biðu eftir að fá gefins máltíð. Aðrir reyndu að vinna sér inn nokkra dollara með því að selja ávexti á götunum eða bursta skó fólks. Margir voru þunglyndir og höfðu misst alla trú á framtíðina. Hvað hafði gerst? Hrunið í kauphöllinni Á þriðja áratugnum keyptu tugþúsundir manna hlutabréf í amerískum fyrirtækjum í von um að græða mikla peninga. Hlutabréf er blað sem sannar að eigandi þess eigi hlut í fyrirtæki. Hlutabréfið hækkar í verði ef fyrirtækið skilar arði og margir vilja kaupa hlutabréf í því. Þá geta menn selt hlutabréfin sín á hærra verði en þeir gáfu fyrir þau og grætt þannig peninga. Staðurinn þar sem fólk kaupir og selur hlutabréf heitir kauphöll. Það var ekki bara fólk í viðskipta­ lífinu sem keypti hlutabréf í kaup­ höllinni. Iðnverkafólk, þjónustufólk og húsmæður helltu sér líka út í hlutabréfakaup í von um að fá ameríska drauminn uppfylltan. Á þriðja áratugnum hækkaði hlutabréfaverð svo gífurlega að fólk hélt að það mundi stíga himinhátt. Sumir græddu ótrúlegar upphæðir á því að kaupa og selja hlutabréf í kauphöllinni. Margir höfðu tekið peninga að láni til þess að kaupa hlutabréf. Þeir hugsuðu sér að borga lánin til baka þegar þeir hefðu selt hlutabréfin á hærra verði en þeir höfðu keypt þau og sitja eftir með afganginn. Ef hlutabréfin féllu í verði gat fólk lent í vandræðum með að borga lánin til baka. En enginn hélt að það mundi gerast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=