Styrjaldir og kreppa

a Kjarni * Á þriðja áratug 20. aldar var mikill efnahagsvöxtur í Bandaríkjunum og mörgum löndum Evrópu. * Í iðnaði var tekin í notkun ný tækni, færibandið, sem gerði mögulegt að framleiða meira á skemmri tíma og lækka þannig framleiðslukostnað og verð. Þetta varð til þess að margir höfðu efni á að kaupa ný tæki eins og bíla og útvarpstæki. * Ungt fólk í Bandaríkjunum og Evrópu breytti lífsstíl sínum, fór að stunda næturklúbba, dansa, skemmta sér og keyra um í hraðskreiðum bílum. * Auðlegðin skiptist ójafnt milli fólks í Bandaríkjunum. Bændur og blökkufólk hafði oft úr litlu að spila og fann lítið fyrir efnahagsvextinum. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 71 Þjálfið hugann 16 Eitt orð eða nafn á ekki heima hér: a kæliskápur – rafmagnseldavél – örbylgjuofn – ryksuga b útvarpstæki – sjónvarpstæki – djass – bíll c Louis Armstrong – Charlie Chaplin – Marlene Dietrich – Al Capone 17 Hve sennilegt? Hér á eftir er því lýst á ólíkan hátt hvað Mary, sem kemur úr efnaðri fjölskyldu, gerir þegar hún fer út með kærastanum sínum á laugardagskvöldi árið 1927. Lesið þessar lýsingar og skrifið hverjar þeirra ykkur finnst mjög sennilegar, nokkuð sennilegar, ósennilegar og alveg útilokaðar. – Mary er tvítug og ætlar að fara út að dansa í nýja kjólnum sínum. – Kjóllinn hennar er af nýjustu tísku og nær niður á mitt læri. – Mary tollir í tískunni og hefur sítt hár sem hún hefur greitt í tagl. – Mamma hennar stendur í eldhúsinu og býr til mat á nýrri rafmagnseldavél. – Bill kemur og sækir Mary í nýja bílnum sínum. – Þau fara saman í bíó og sjá mynd með Marlene Dietrich. – Mary vill ekki drekka neitt en Bill fær sér bjór í bíóinu. – Eftir bíó fara þau á næturklúbb saman. – Þar dansa þau charleston og skemmta sér. – Þau kaupa áfengi á barnum og eru úti langt fram á nótt. Heimildavinna 18 Skoðið eldavélarauglýsinguna á bls. 65. a Hvaða aðferð er beitt til að fá fólk til að kaupa vélina? b Hefði svona auglýsing áhrif núna? Rökstyðjið svarið. 19 Lesið grein eftir Eggert Þór Bernharðsson, „Eru þeir orðnir vitlausir!“ Djass, dægurlög, Kaninn og Völlurinn 1940–1963“ í tímaritinu Sögu XLV :1 (2007), einkum kaflann „Djassinn ærir æskuna“ á bls. 19–26. Reynið að svara þessum spurningum: a Hvað hafði fólk eiginlega á móti djassi? b Hvers vegna haldið þið að fólki hafi fundist djass svona slæmur? c Er einhver tónlistartegund núna sem fólki er svona illa við? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=