Styrjaldir og kreppa

a 70 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Finndu svar 1 Hvað leiddi af upptöku færibanda í iðnaði? 2 Hvaða nýjar vörutegundir komu inn á markaðinn á þriðja og fjórða áratug 20. aldar? 3 Hvaða tegund tónlistar varð sérstaklega vinsæl á þriðja áratugnum? 4 Hvenær var áfengisbannið sett í Bandaríkjunum og hverjar urðu afleiðingar þess? 5 Hver var Al Capone? 6 Hvaða samfélagshópar fengu minnst í sinn hlut af aukinni velmegun í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum? Umræðuefni 7 Ræðið hvað er gott og hvað er vont við fjöldaframleiðslu á vörum. 8 Hvernig verðum við á Íslandi fyrir amerískum menningaráhrifum nú á dögum? 9 Hvers vegna skyldu ólöglegu barirnir í Bandaríkjunum hafa verið kallaðir „speak easies“? 10 Hugsið ykkur að Íslendingar hefðu fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni að afnema áfengisbannið. Haldið þið að það hefði haft einhver áhrif á hvernig íslenskt samfélag væri nú? Viðfangsefni 11 Skiptið ykkur upp í þriggja til fimm manna hópa. Veljið ykkur sem við­ fangsefni eitthvað sem þið teljið að hafi sett mikinn svip á amerískt samfélag á þriðja áratug 20. aldar. Segið engum í hinum hópunum hvaða efni þið hafið valið. Búið til uppstillingu eða látbragðsleik sem sýnir efnið. Sýnið hana hinum hópunum og biðjið þá um að giska á hvaða efni þið eruð að sýna. 12 Kynnið ykkur glæpaforingjann Al Capone betur, einnig einhvern þekktan amerískan glæpaforingja á þriðja áratugnum og einn frægan kvikmyndaleikara eða tónlistarmann. Haldið fyrirlestur um þetta efni með myndum eða búið til veggspjald. 13 Skiptið ykkur í hópa, tvö til fjögur í hverjum. Búið til hefti af vikublaði fyrir ungt fólk á þriðja áratugnum. Þar má til dæmis fjalla um fatatísku, hafa viðtöl við tónlistarmann og leikara, birta dagskrá útvarpsstöðvar einn dag og auglýsingar á vörum. Þið ráðið hvort þið búið blaðið til á pappír eða í stafrænu formi. 14 Skoðið töfluna yfir sölu á neysluvörum á bls. 65. a Reiknið út, í tölvu eða á pappír, hve mikið í prósentum sala jókst á einstökum vörutegundum milli 1920 og 1929. b Teiknið, á tölvu eða pappír, stöplarit eða línurit sem sýnir aukninguna. 15 Hugsið ykkur að þið hafið hvorki rennandi vatn né rafmagn heima við. Vatn verður að sækja í brunn eða vatnspóst í fimm mínútna fjarlægð. Matinn verður að elda á kolaeldavél. a Hvað þarf að sækja mikið vatn til að geta þvegið sér, vaskað upp, þvegið föt og búið til mat í einn dag? b Reiknið út hvað þið þurfið langan tíma til að sækja þetta vatn. c Skrifið lista yfir hve langan tíma þarf til að þvo sér, vaska upp, þvo föt, þrífa og elda mat á einum degi. d Skrifið lista yfir hve langan tíma þessi sömu verk taka með vatnsveitu og rafmagni í húsinu. e Berið listana tvo saman. Hvað sparar vatnsveita og rafmagn mikinn tíma?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=