Styrjaldir og kreppa

a Þekktasti glæpaforinginn í Bandaríkjunum var mafíuleiðtoginn Al Capone í Chicago. Hann hafði sinn eigin her með um þúsund manns. Þessir menn unnu ýmis verk fyrir hann og sjálfur ók hann um í brynvörðum Cadillac sem kostaði 30.000 dollara, varinn með vélbyssum. Hann græddi óhemjufé á glæpastarfsemi og notaði mikið af gróðanum til að múta lögreglu- og stjórnmálamönnum. Þannig fékk hann lögregluforingja og áhrifamenn til að standa með sér gegn háum greiðslum. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 69 helmingi meira en löglegir barir höfðu verið þar áður en bannið var sett. Skipulagðir glæpahópar ráku þessa ólöglegu bari af því að þeir gátu grætt mikið á þeim. Áfengisbannið leiddi því til aukinna afbrota og markaði upphafið að skipulagðri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Árið 1933 var áfengisbannið afnumið. Skipulögð glæpastarfsemi hvarf samt ekki. Glæpaforingjarnir fundu aðrar leiðir til að græða peninga, með því að reka vændi og stunda fjárkúgun og eiturlyfjasölu. Áfengisbann á Íslandi Fleiri þjóðir settu á áfengisbann um þetta leyti, þeirra á meðal Norðmenn og Færeyingar. Hér á landi var bannið lengra og virkara en í Bandaríkjunum og Noregi, en Færeyingar bjuggu við miklu lengra bann. Á Íslandi var bannið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1908 og gekk í gildi í ársbyrjun 1915. Íslendingar kunnu ekkert að brugga, landið afskekkt og samgöngur til þess svo litlar að auðvelt var að hindra smygl að mestu. Fyrstu ár bannsins var landið næstum áfengislaust fyrir utan það sem læknar sögðust þurfa að ávísa sjúklingum sínum til heilsubótar. En síðar hótuðu Spánverjar að banna innflutning á saltfiski frá Íslandi nema þeir fengju að selja Íslendingum léttvín og var látið undan þeim. Smám saman komust landsmenn líka upp á að brugga áfengi og selja á laun. Þannig linaðist bannið, uns það var afnumið árið 1935 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu tveimur árum fyrr. Hvað er mafía? Orðið mafía er notað um skipulagða glæpastarfsemi. Enn í dag eru mafíur að verki; í Bandaríkjunum, Rússlandi og Ítalíu er barist fyrir því að útrýma mafíustarfsemi. Leiðtogi mafíunnar á Sikiley, Bernardo Provenzano, var handtekinn á Ítalíu árið 2006 eftir að hann hafði verið eftirlýstur í meira en 40 ár. Þó að hann væri í felum hafði hann stjórnað stórfelldri eiturlyfjasölu. Provenzano var kallaður traktorinn af því að hann lét hiklaust ryðja fólki úr vegi. Ungur hafði hann meðal annars drepið glæpaforingja sem keppti við hann og kyrkt ófríska kærustu hans. Handtaka Provenzano var mesti sigur ítalskra yfirvalda á mafíunni í meira en tíu ár. NÆRM Y N D NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=