Styrjaldir og kreppa

a Margir bændur í Bandaríkjunum urðu gjaldþrota í kreppunni og neyddust til að selja bújarðir sínar. Verkamönnum sem höfðu unnið við landbúnað var sagt upp og þeir urðu oft að ferðast langar leiðir til að finna sér eitthvað að gera til þess að geta lifað af. 68 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Ójöfn skipting Að meðaltali urðu Ameríkanar ríkari og ríkari á þriðja áratugnum. En það fengu ekki allir sinn hlut af þessu ríkidæmi. Fyrir mörgum hélt draumurinn um betra líf áfram að vera bara draumur. Bandarískir bændur höfðu selt mikið af vörum til Evrópu á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og grætt vel á því. En eftir stríðið minnkaði eftirspurnin. Verð á landbúnaðarvörum lækkaði og hélst lágt allan þriðja áratuginn. Það varð til þess að bændur höfðu minni tekjur en áður. Svartir Bandaríkjamenn nutu líka lítils af aukinni velmegun. Þeir voru kúgaðir með lögum, máttu til dæmis ekki nota sömu strætisvagna eða skóla og hvíta fólkið. Auk þess fengu þeir oftast þau störf sem voru verst launuð. Barátta gegn áfengi og glæpum Einstakar stjórnmálahreyfingar og trúflokkar höfðu lengi viljað banna allt áfengi, töldu að það væri að eyðileggja samfélagið. Áfengið var bölvun, hélt þetta fólk, og gegn því varð að snúast. Árið 1920 var svo bannað að framleiða, flytja eða selja drykki með meira en 0,5% alkóhólinnihald. Hugmyndin var að áfengisbann mundi skapa betra samfélag og minnka glæpastarfsemi. Það átti eftir að koma í ljós að einmitt hið gagnstæða gerðist. Margir voru mjög á móti lögunum og féllust ekki á að fá ekki að ráða því sjálfir hvað þeir drykkju. Ólögleg bruggun, smygl á áfengi og ólöglegir barir, kallaðir „speak easies“ spruttu upp um alla bæi. Árið 1928 voru meira en 30.000 „speak easies“ í New York. Það var yfir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=