Styrjaldir og kreppa

Fólk skiptist í stéttir Titanic lagði til hafs með um 2.200 manns um borð. Af þeim voru um 1.300 farþegar og 900 yfirmenn og undirmenn í áhöfn. Farþegarnir skiptust í þrjá flokka eftir því hvað þeir höfðu keypt dýra farseðla. Það var ekki bara um borð í farþegaskipum sem fólk skiptist í flokka eftir því hvaða stétt það tilheyrði. Á 19. öld hafði iðnvæðing skapað mikla auðlegð í Evrópu og Norður-Ameríku. En auðurinn skiptist afskaplega ólíkt milli fólks. Einstakir menn sem áttu verksmiðjur eða verslunarfyrirtæki höfðu grætt óhemjumikið og þeir tilheyrðu nú yfirstétt ásamt aðalsfólki sem hafði erft auð frá forfeðrum sínum. Sífellt fleira fólk, einkum í bæjum, tilheyrði millistétt . Þetta var fólk sem hafði fengið skólamenntun og vel launuð störf. Það var ekki auðugt en hafði samt rúm fjárráð í samanburði við meirihluta fólks. Iðnvæðingin hafði líka skapað nýja lágstétt verkafólks í iðnaði. Flestir töldust til lágstéttarinnar; það var verkafólk í verksmiðjum, þjónustufólk eða vinnufólk í sveitum. Þetta fólk vann langan vinnudag og fékk oft ekki meira í kaup en svo að það gat rétt aðeins lifað á því. Líka var til svo fátækt fólk að það varð að betla eða biðja um fátækrahjálp. Svo fátækt varð fólk ýmist af því að það hafði ekki heilsu til að vinna eða fékk ekki vinnu. Stéttaskipting var ólík frá einu landi til annars. Samt sjáum við að stéttaskiptingin um borð í Titanic endurspeglaði ástandið eins og það var almennt í löndum Evrópu á þessum tíma. Titanic-slysið vakti mikla athygli og varð að stórfrétt í blöðum. Hér er blaðsöludrengur í London. Áhöfn er allt fólk sem vinnur um borð í skipi. Iðnvæðing er það kallað þegar vélar eru látnar framleiða vörur og farið er að flytja þær, ásamt fólki, með farartækjum eins og gufuskipum og járnbrautarlestum. STYRJALDIR OG KREPPA : Titanic - samfélag í smækkaðri mynd 5 a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=