Styrjaldir og kreppa

a Útvarpið sló í gegn í Ameríku og Evrópu á þriðja áratugnum og ný tegund af tónlist, djassinn, breiddist út með því. Þessi tónlist var upphaflega að mestu leyti sköpuð af Bandaríkjamönnum af afrískum uppruna en fljótt var hún stunduð af miklum fjölda fólks, bæði svartra og hvítra, bæði í Evrópu og Ameríku. Djassæðið geisaði á þriðja áratugnum er venjan að segja. Íslendingar voru óspart varaðir við því að hlusta á djass, einkum eftir að herlið Breta og síðar Bandaríkjamanna kom til landsins á árum síðari heimsstyrjaldar. Svipaðar aðvaranir má finna í öllum löndum. Ein af tækninýjungum þessara tíma var kvikmyndalistin sem ruddi sér til rúms um allan heim. Kvikmyndunum fylgdu kvikmyndastjörnurnar. Fólk streymdi í bíó til að sjá nýjar myndir m.a. með stjörnum eins og Charlie Chaplin. Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum var framleiddur sægur af kvikmyndum en brátt tóku amerískar myndir forystuna, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þannig mótuðu amerískar kvikmyndir smekk fólks og viðhorf langt út fyrir eigið land. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 67

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=