Styrjaldir og kreppa
a Þriðji áratugur 20. aldar var kallaður „the roaring twenties“ á ensku. Það lýsir hávaða en líka einhverju sem er glatt og fullt af lífi. Vel stætt æskufólk skemmti sér, dansaði og keyrði um á hraðskreiðum bílum. Svartir djassleikarar frá Ameríku, eins og Louis Armstrong, fóru í tónleikaferðir um Evrópu og fengu glimrandi aðsókn. Það var ekki bara að þeir spiluðu vel; nýstárlegt var að svart fólk, eða hvers konar fólk sem var ekki af evrópskum uppruna, hlyti slíka viðurkenningu í Evrópu. Glæsiferill Armstrongs sýndi að Bandaríkjamenn voru að komast í fremstu röð í menningarlífi á Vesturlöndum. 66 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Nýr lífsstíll Finnst þér stundum að foreldrar þínir séu gamaldags? Kvarta þeir undan hvernig þú klæðir þig, eða finnst þeim þú hlusta á hræðilega tónlist? Það gerðist líka á þriðja áratug 20. aldar að margir foreldrar hneyksluðust á lífsstíl unga fólksins. Hvað var það sem þeim mislíkaði? Ungt fólk í Bandaríkjunum og Evrópu breytti lífsstíl sínum á þriðja áratugnum. Lokið var ógurlegasta stríði sem nokkru sinni hafði geisað í heiminum; nú vildi fólk fá að skemmta sér og gleyma öllum erfiðleikum. Það átti að vera gaman að lifa. Á næturklúbbum dansaði fólk nýja dansinn charleston og hellti sér út í líf fullt af spennu og skemmtun. Konur létu klippa á sig drengjakoll og pilsin styttust, fyrst upp fyrir ökkla, svo upp fyrir hné. Varalitir og aðrar snyrtivörur urðu algengar. Eins og efnahagsþróunin var gátu ekki bara þær ríku leyft sér að mála sig. Jafnvel konur í verkalýðsstétt höfðu efni á að hafa sig svolítið til. En mörgum af eldri kynslóðinni fannst lítið til um þennan nýja lífsstíl. Þeim fannst hann allt of léttúðugur og voru hræddir um að hann leiddi til syndsamlegs lífs og siðleysis.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=