Styrjaldir og kreppa
a Síðan var tekið að framleiða kæliskápa, þvottavélar, ryksugur, rafmagnselda vélar og margt fleira á færiböndum. Af því leiddi að þessar vörur urðu líka ódýrari. Samtímis fékk fólk hærri laun og hafði þar með efni á að kaupa þær. Áður höfðu aðeins hinir ríku haft ráð á því. Færibandatæknin breiddist hratt út til annarra landa. Í mörgum löndum í Evrópu, jafnvel á Íslandi, fór fólk að geta keypt tæki sem léttu því hversdagslífið. Henry Ford varð fyrstur til að taka færiband í notkun til að fjöldaframleiða bíla. Það var alger nýjung því að hver verkamaður í verksmiðjunum þurfti ekki lengur að vinna mörg ólík handtök. Nú stóðu þeir í röð með fram færibandinu og unnu sama handtakið dag eftir dag. Framleiðslan gekk hraðar en vinnan varð tilbreytingarsnauðari fyrir verkamennina. STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa 65 Æ fleiri fjölskyldur höfðu efni á að eignast rafmagnseldavél. Þetta er íslensk auglýsing, eins og textinn sýnir. Færibanda- framleiðsla var ný. Hér er verið að setja saman á færibandi bíla af gerðinni A-Ford. Sala á nokkrum tegundum neysluvara í Bandaríkjunum 1920 1929 Bílar 7 milljónir 23 milljónir Símar 13 milljónir 20 milljónir Kæliskápar 5.000 9 milljónir Útvarpstæki 60.000 10 milljónir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=