Styrjaldir og kreppa

a framleitt fleiri bíla á skemmri tíma og lækkað verðið á þeim. Þegar verðið lækkaði áttu fleiri kost á að kaupa bíl og óhemjufjöldi bíla var seldur. Bíllinn varð tákn um frelsi. Nú gátu Ameríkanar farið lengri leið í vinnu en áður. Í fríum gátu þeir ferðast þangað sem þeim datt í hug. Þeir nutu frelsis á alveg nýjan hátt. 64 STYRJALDIR OG KREPPA : Velmegun og heimskreppa Þriðji tugurinn fjörugi Sé hægt að mæla hamingju fólks út frá efnislegri velsæld er það rétt hjá Hoover forseta að íbúar Bandaríkjanna voru hamingjusamir. Á þriðja áratug aldarinnar var leifturhröð þróun í iðnaði þjóðarinnar og Bandaríkin fóru langt fram úr Evrópulöndum. Atvinnulíf blómstrar Fyrri heimsstyrjöldin olli því að eftirspurn eftir amerískum vörum óx mikið í Evrópu. Evrópuríkin höfðu breytt framleiðslu sinni í stríðinu og farið að framleiða vopn og önnur hergögn í staðinn fyrir útflutningsvörur. Þá tóku framleiðendur utan Evrópu við því hlutverki að framleiða vörur til útflutnings, einkum Bandaríkjamenn. Færibandið var tekið í notkun í verksmiðjum, fyrst í bílaframleiðslu. Með því móti gátu verksmiðjurnar NÆRM Y N D Charlie Chaplin (1889–1977) gerði árið 1936 kvikmyndina Nútímann. Þar lýsir hann baráttu alþýðumanns við tækniþróunina. Í kvikmyndinni er spurt hvort mikilvægara sé að framleiða vörur hratt eða að verkamönnunum líði vel. Chaplin lýsir því hvernig hið nútímalega, nefnilega véltæknin, gat leitt til árekstra milli manns og vélar. Reiðhjólið var nýjung á millistríðsárunum í mörgum löndum, meðal annars á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=