Styrjaldir og kreppa
a TÍMI HEIMSTYRJALDA (NNA) ??????????? 63 Velmegun og heimskreppa „Við erum hamingjusöm þjóð. Það sýna hagtölur. Við eigum fleiri bíla, fleiri baðkör, fleiri olíueldavélar, silkisokka og bankareikninga en nokkurt annað fólk á jörðinni.“ Þannig lýsti Herbert Hoover, forseti Bandaríkjanna, aðstæðum í landi sínu árið 1929. Víst voru margir Bandaríkjamenn sammála honum. Lífið var gott í landinu. Það var orðið mesta efnahagsveldi heimsins og flestir trúðu að velmegunin mundi halda áfram að vaxa endalaust. Mörgum fannst þeir lifa í landi vonar og möguleika og að framtíðin væri björt. Þess vegna varð það mikið áfall þegar allt hrundi skyndilega haustið 1929. Yfir Bandaríkin gekk efnahagskreppa sem breiddist út næstum því um allan heiminn. Margir misstu allt sem þeir áttu og fólk varð atvinnulaust í milljónatali. Hvernig gat þetta gerst? Markmið * Að skýra orsakir efnahagskreppunnar sem hófst í Bandaríkjunum árið 1929 og birta dæmi um áhrif hennar í Bandaríkjunum, á Íslandi og annars staðar í heiminum. * Að segja frá atburðarásinni út frá hugmyndafræði frjálshyggjunnar. * Að leita heimilda um þessa atburði, meta þær með gagnrýni og sýna hvernig ólíkar heimildir birta ólíka mynd af sögunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=