Styrjaldir og kreppa
b Kjarni * Á fyrstu áratugum 20. aldar fannst mörgum Íslendingum vera of mikill munur á lífskjörum fólks. Smám saman óx upp skipulögð verkalýðshreyfing í landinu og hún stofnaði Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkinn árið 1916. * Eftir að kommúnistar gerðu byltingu í Rússlandi árið 1917 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 61 TÍMAÁS 1889: 1. maí varð baráttudagur Alþjóðasambands verkafólks 1890 1900 1910 1920 1930 1916: Alþýðusamband Íslands stofnað 1917: Bylting kommúnista í Rússlandi 1924: Stalín kemst til valda í Sovétríkjunum 1940 1929: Stofnun stórra samyrkjubúa í Sovétríkjunum 1930: Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður 1936–38: Moskvuréttarhöldin í Rússlandi fengu margir sósíalistar trú á að bylting væri rétta leiðin. En forysta Alþýðuflokksins hélt fast við lýðræðisstefnu sína. * Þess vegna klofnaði Alþýðu flokkurinn og minnihluti hans stofnaði Kommúnistaflokk Íslands árið 1930. 1913. Fyrsta langa verkfallið á Íslandi við hafnargerð í Reykjavík Stéttamunurinn var mikill. Það var alþýðufólk og burgeisar, fátæklingar og auðmenn. Fyrir þeim sem ég taldi síðast átti maður að hneigja sig og taka ofan. Öllum fannst það sjálfsagt. Fyrir fátæklinga kom ekki til greina að komast í skóla eftir fermingaraldur. Það fór beint út í vinnu. Strákarnir fóru á sjóinn, stelpurnar urðu vinnukonur. Okkur voru boðnir steinar fyrir brauð í atvinnulífinu í þá daga. Ég gleymi aldrei þeim fimm árum sem ég var vinnukona. Það var enginn átta tíma vinnudagur; lögin um það komu seinna. Okkur dreymdi auðvitað um annars konar líf, en leiðin að því var lokuð fyrir okkur. Við vorum ung á þessum erfiðu árum á þriðja og fjórða áratugnum. a Í hvaða stétt heldur þú að konan hafi verið? b Hvernig kemur það fram í textanum að hún tilheyri þessari stétt? c Hvað heldur þú að karl eða kona úr annarri stétt hefði sagt ef hann eða hún hefði verið spurð(ur) um lífið á þessum sömu árum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=