Styrjaldir og kreppa

b Myndir sem söguheimildir Myndir geta verið heimildir, á það við um málverk, ljósmyndir, skopmyndir og teikningar. Til að nota mynd sem heimild þarf að greina hana, til dæmis svona: 1 Skoðaðu myndirnar á bls. 56–59. a Hvað lestu út úr hópmyndinni af verkamönnunum á bls. 56? Eru þeir ánægðir og stoltir eða þjáðir og niðurlægðir? b Skoðaðu veggspjaldið frá norsku verkalýðshreyfingunni bls 57. Hvaða boðskap er verið að boða á veggspjaldinu? Hverjar eru kröfur verkamanna samkvæmt veggspjaldinu? c Hvernig lýsir teikningin á bls. 58 muninum á stefnu Alþýðuflokksins og flokksins sem kemur næstur honum á siglingunni? 60 STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta S É R S V I Ð Finndu svar 33 Um hvað var einkum ágreiningur á milli verkafólks og atvinnurekenda á árunum sem fjallað er um í þessum kafla? 34 Um hvað fjallar Internasjónalinn? 35 Hvers vegna klofnaði Alþýðuflokkurinn árið 1930? Leitaðu í aðrar heimildir. 36 Hvers vegna heldur þú að verkalýðs­ hreyfing hafi vaxið upp á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar? 37 Hver er einkum munurinn á stefnu jafnaðarmanna og kommúnista? Umræðuefni 38 Er stéttamunur á Íslandi? Ef svo er hvernig lýsir hann sér? Viðfangsefni 39 Skoðaðu töflurnar á bls. 59 um fylgi stjórnmálaflokkanna á árunum 1923–37. a Hvaða flokkur vann mest á á þessum árum og hver tapaði mestu fylgi? b Teiknaðu línurit sem sýnir fylgisþróun og þingmannafjölda flokkanna. c Hvers vegna er ekki sami munur á atkvæðafjölda og þingmannafjölda flokkanna? Hvers vegna fékk Framsóknarflokkurinn til dæmis svona marga þingmenn miðað við atkvæði? 40 Hugsaðu þér að þú sért unglingur á Íslandi á þriðja eða fjórða áratug 20. aldar. Einn daginn kemur pabbi þinn heim og segir að hann hafi misst atvinnuna. Semdu frásögn af þessu. Leitaðu upplýsinga í námsbókum eða fræðiritum. 41 Semdu þrjár spurningar um efni kaflans. Raðið ykkur svo saman tvö og tvö og spyrjið hvert annað. Þjálfið hugann 42 Takið eitt orð eða eitt nafn út: a Atvinnurekendur – verkalýðshreyfing – jafnaðarstefna – verkafólk. b Jón Baldvinsson – jafnaðarstefna – kommúnismi. c Jón Baldvinsson – Alþýðuflokkurinn – kapítalisti. Heimildavinna 43 Lestu heimildina á bls. 61 þar sem norsk kona segir frá lífinu á þriðja og fjórða áratug 20. aldar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=