Styrjaldir og kreppa

b Sósíalismi Bæði jafnaðarmenn (sósíaldemókratar) og kommúnistar kalla sig sósíalista. Þeir vilja báðir jafnari skiptingu eigna en hafa ólíkar hugmyndir um hvernig eigi að koma henni á. Einn munur þeirra er að kommúnistar vilja að ríkið eignist öll atvinnufyrirtæki en sósíaldemókrötum finnst rétt að einkafyrirtæki séu líka til. STYRJALDIR OG KREPPA : Stéttabarátta 59 Fylgi íslensku stjórnmálaflokkanna í alþingiskosningum 1923–37 Kynnist Jóhanni jafnaðarmanni – Hvað mundir þú gera ef þú stjórnaðir heiminum? – Ég mundi sjá um að enginn væri fátækur. Svo mundi ég koma því í kring að verkafólk fengi jafn mikil völd og bankastjórar og verksmiðjueigendur. – Hverjir finnst þér að eigi að hafa mest völd? – Allir fullorðnir eiga að hafa kosningarétt og lýðræðislega valin stjórn á að stjórna landinu. – Hvernig á ríkisvaldið að stjórna? – Það á að sjá um að allir fái vinnu og enginn búi við skort. Fólk á að fá ellilífeyri, örorkubætur og atvinnuleysisbætur ef það þarf á þeim að halda. – Hvert er uppáhaldsorðið þitt? – Samstaða. – Uppáhaldslitur? – Rauður. – Með hverjum vildir þú helst lokast inni í lyftu? – Jóhönnu Sigurðardóttur leiðtoga jafn­ aðarmanna því þá gætum við talað saman um framtíð jafnaðarstefnunnar. – Hverjir finnst þér gera mestan skaða í samfélaginu? – Kapítalistar sem arðræna alþýðuna og harðstjórar sem kúga fólk. – Viltu skila einhverju til lesenda? – Já, kjósið okkur, þá skulum við sjá um að allir fái atvinnu og búi við allsnægtir. Atkvæðafjöldi 1923 1927 1931 1933 1934 1937 Alþýðuflokkur 4.913 6.098 6.198 6.865 11.270 11.085 Framsóknarflokkur 8.062 9.533 13.845 8.531 11.378 14.557 Kommúnistaflokkur 1.165 2.674 3.098 4.933 Sjálfstæðisflokkur 16.272 13.617 16.891 17.132 21.974 24.132 Aðrir 1.115 2.762 446 480 4.210 3.709 Hundraðshlutar (%) af atkvæðum 1923 1927 1931 1933 1934 1937 Alþýðuflokkur 16,2 19,0 16,1 19,2 21,7 19,0 Framsóknarflokkur 26,6 29,8 35,9 23,9 21,9 24,9 Kommúnistaflokkur 3,0 7,5 6,0 8,4 Sjálfstæðisflokkur 53,6 42,5 43,8 48,0 42,3 41,3 Aðrir 3,7 8,6 1,2 1,3 8,1 6,3 Þingmannafjöldi 1924 1927 1931 1933 1934 1937 Alþýðuflokkur 1 5 4 5 10 8 Framsóknarflokkur 15 19 23 17 15 19 Kommúnistaflokkur 3 Sjálfstæðisflokkur 20 16 15 20 20 17 Aðrir 6 2 4 2 NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=